Heklan
Heklan

Mannlíf

Síðbúin þrettándagleði í Vogum á morgun
Mynd af vef Sveitarfélagsins Voga.
Föstudagur 9. janúar 2015 kl. 11:09

Síðbúin þrettándagleði í Vogum á morgun

Haldin verður síðbúin þrettándagleði í Vogum á morgun. Dagskráin hefst með útnefningu á íþróttamanni Voga 2014 í Álfagerði. Athöfnin þar hefst kl. 15:30 og eru allir velkomnir.

Andlitsmálun fyrir alla krakka verður í boði í félagsmiðstöðinni kl. 16 og klukkustund síðar hefst kyndlaganga með kóngi og drottningu í broddi fylkingar frá félagmiðstöðinni. Gengið verður niður Hafnargötu, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði og umsjón Lions.

Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna. Eftir brennuna verður farið í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað. Allir 12 ára og yngri fá glaðning. Veitt verða verðlaun fyrir nokkra skemmtilega búninga.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25