Síðasti vinnudagur sumarsins

Elstu nemendur í Vinnuskólanum í Grindavík slógu upp veislu við nýja tjaldsvæðishúsið síðasta föstudag í tilefni þess að þetta var síðasti vinnudagur sumarsins. Krakkarnir hafa verið dugleg í sumar og tekið til hendinni svo um munar við að fegra Grindavíkurbæ svo eftir er tekið, segir á vef Grindavíkur.







