Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasti tökudagur hjá Ben Stiller - myndir
Fimmtudagur 27. september 2012 kl. 10:15

Síðasti tökudagur hjá Ben Stiller - myndir

Hollywood-stjarnan, leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller, skilur eftir milljónatekjur á Suðurnesjum. Tökur á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty hafa staðið yfir í Garðinum síðustu daga. Um 200 manna starfslið vinnur að töku myndarinnar og eins og gefur að skilja hefur þurft að kaupa aðföng og þjónustu á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er síðasti tökudagur á myndinni hérlendis í dag en kvikmyndatakan fer fram í Garði.

Undirbúningur fyrir kvikmyndatökuna hefur staðið lengi í Garði en tökurnar í Garðinum eru þær síðustu hér á landi fyrir kvikmyndina. Einnig hefur verið tekið upp á Seyðisfirði, í Borgarnesi, Stykkishólmi og víðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Garðmenn hafa orðið mjög varir við umstangið í kringum kvikmyndagerðina því tvær þyrlur hafa verið á flugi yfir Garðinum í marga daga. Þá hefur aðgengi að höfninni í Garði verið takmarkað vegna myndatökunnar og björgunarstöðinni í Garði var breytt í kvikmyndaver þar sem Ben Stiller var húsbóndi og réði öllu. Allir eru á einu máli um það að Hollywood-stjarnan sé þægileg í umgengni og þó nokkrir Garðmenn hafa fengið teknar af sér myndir með kappanum.

Verið að undirbúa tökur á þyrluatriði við svokallaðan grænskjá.

Leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller skvettir í sig rjúkandi kaffisopa í Garðinum.

Mikið umstang hefur verið við björgunarstöðina í Garði síðustu daga. VF-myndir: Hilmar Bragi