Síðasta sýningarhelgin í SSV
Sunnudaginn 21. mars lýkur sýningu Jeannette Castioni sem stendur yfir í sýningarýminu Suðsuðvestur.
Á sýningunni er myndbandsinnsetning þar sem tungumál, tjáning þess og samskipti eru í fyrirrúmi.
Texti úr sýningarskrá;
Í verkinu eru kannaðar jákvæðar hugleiðingar um orð sem helstu miðlunarleið tilfinninga og hugmynda, sem verða jafn þýðingamikil og kraftur ímyndunaraflsins. Fyrir okkur eru persónurnar í myndböndunum verur án radda, þegar við reynum að skilja tungumál þeirra öðlumst við sjónarhorn sem opnar nýja leið að skynjun okkar og samkennd. Hér felst tækifæri til skilnings á helstu mannlegu einkennum okkar.
Þýðingar sem fram koma í verkinu fela í sér leik þar sem tungumálið virkar sem húð líkamans og verður að tæki sem hefur afgerandi áhrif á samskipti einstaklinga og einangrar þá frá öðrum.
Þráin til að blanda saman ímyndunarafli, tilfinningum og staðsetningu jaðrar við að vera vandræðaleg, ofar fjölskyldusamræðum og hugmyndum, en langt frá því að vera þeoretískur atburður.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari uppl.fást í síma; 662 8785 (Inga Þórey)