Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta sýningarhelgin
Laugardagur 27. september 2008 kl. 09:48

Síðasta sýningarhelgin



Framundan er síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningu Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta í Fótógrafí, ljósmyndagalleríi við Skólavörðustíg 4.
Að því tilefni tekur Ellert á móti gestum og verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. 14 og 16 í dag, laugardag. Allir velkomnir.

Sýningin ber heitið „Fés og fígúrur" en á henni eru myndir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynjamyndir sem orðið hafa á vegi ljósmyndarna á gönguferðum í íslenskri náttúru:  Tröll, skessur og þursar, kynngimagnaðar forynjur og margvísleg furðufés, -skúlptúrar sem móðir náttúra hefur sjálf mótað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin í stendur til 3. október næstkomandi á opnunartíma Fótografí sem er alla daga frá kl. 12 - 18 nema sunnudaga.