Síðasta sýningarhelgi Spegilsýna
Um helgina lýkur ljósmyndasýningunni Spegilsýnir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er tilraun til að ögra 6 valinkunnum ljósmyndurum til að gerast „speglamenn" þ.e. að nota ljósmyndina til tjáningar á einkalegum viðhorfum, að virkja hið hlutlæga til að draga fram hið huglæga í stað þess að nota hana eingöngu til hlutlausrar frásagnar af hinu séða líkt og „gluggamenn."
Þau Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Jónatan Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Þórdís Erla Ágústsdóttir spreyttu sig á verkinu.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duushúsum, Duusgötu 2 - 8. Þar er opið frá 11.00 - 17.00 virka daga og 13.00 - 17.00 um helgar og aðgangur er ókeypis.