Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta sýningarhelgi Listahátíðar barna
Þriðjudagur 3. maí 2011 kl. 08:26

Síðasta sýningarhelgi Listahátíðar barna


Nú fer hver að verða síðastur til að skoða sýninguna Himingeiminn sem nú stendur í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin er afrakstur samstarfs listasafnsins og allra 10 leikskólanna í Reykjanesbæ sem saman hafa skapað undraveröld með dulúðugri birtu, ljósum og hljóðum sem lætur engan ósnortinn. Hér er á ferðinni sýning sem tilvalið er fyrir foreldra eða ömmur og afa að skoða með börnum sínum. Í Bíósal er boðið upp á litla smiðju þar sem börnin geta m.a. búið til skuggaleikhús. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 8. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024