Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Síðasta sýningarhelgi í SSV
Föstudagur 14. ágúst 2009 kl. 10:23

Síðasta sýningarhelgi í SSV

“Uppúr haganum” sýningu Karlottu Blöndal lýkur næstkomandi sunnudag 16 ágúst í sýningarrými Suðsuðvestur við Hafnargötu 22 í Keflavík.

Á sýningunni tengir Karlotta saman tvö verk, frá 2007 og 1999, og sýnir þau í nýju ljósi og í nýjum aðstæðum, með nokkrum tilfæringum og viðbótum.

Í verkinu Hótel, frá 2007, er heimildaljósmynd frá hótelbrunanum á Siglufirði 1957 fjölrituð og er hluti úr henni teiknuð á vegginn. Samhliða því sýnir hún verkið Reassessment, upphaflega frá 1999, sem er innsetning
úr við.

Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22, þar er opið laugardaga og sunnudaga frá kl.14 – 17 og eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar fást í síma 662 8785 (Inga) eða 846 5042 (Karlotta)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024