Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta sýningarhelgi á LEIKFLÉTTUM
Kristín Rúnarsdóttir.
Miðvikudagur 22. október 2014 kl. 09:07

Síðasta sýningarhelgi á LEIKFLÉTTUM

Um helgina lýkur sýningu Kristínar Rúnarsdóttur, LEIKFLÉTTUR, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.

Kristín fæddist í Keflavík árið 1984. Hún stundaði nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt síðan til framhaldsnáms í Kunst- og Designhøgskolen i Bergen, Noregi. Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Noregi.

Í innsetningu sinni í Listasafni Reykjanesbæjar vinnur Kristín með ýmis efni, svo sem límbönd sem hún notar til að teikna með á gólfið, pappír, málningu, við og lakk.

Sýningarstjóri eru Inga Þórey Jóhannsdóttir. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 26. október. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 12.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.                          

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024