Síðasta sýning hjá Gunnari og félögum í Iðnó
Síðasta sýning á óperettuni Gestur, eftir Gaut Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson, tónlistarskólastjóra í Grindavík, verður á laugardaginn 3 desember kl 17:00 í Iðnó í Reykjavík.
Aðsókn á sýninguna hefur verið góð dómar gagnrýnenda hafa almennt verið góðir.
Óperettan, sem var frumsýnd þann 22. október, fjallar um þrjá samkynhneigða menn. Óli og Laugi eru hommahjón sem búa í Grafarholtinu og eru ánægðir með líf sitt þar til gest ber að garði sem setur líf þeirra úr skorðum.
Leikstjóri verksins er Þröstur Guðbjartsson og aðalhlutverk leika þeir Gautur og Gunnar, en Hrólfur Sæmundsson fer með hlutverk gestsins. Píanóleikari er Spánverjinn Raúl Jiménez.
Aðsókn á sýninguna hefur verið góð dómar gagnrýnenda hafa almennt verið góðir.
Óperettan, sem var frumsýnd þann 22. október, fjallar um þrjá samkynhneigða menn. Óli og Laugi eru hommahjón sem búa í Grafarholtinu og eru ánægðir með líf sitt þar til gest ber að garði sem setur líf þeirra úr skorðum.
Leikstjóri verksins er Þröstur Guðbjartsson og aðalhlutverk leika þeir Gautur og Gunnar, en Hrólfur Sæmundsson fer með hlutverk gestsins. Píanóleikari er Spánverjinn Raúl Jiménez.