SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Síðasta myndin af Krýsuvíkurkirkju 2 klst. fyrir brunann
Miðvikudagur 13. janúar 2010 kl. 16:25

Síðasta myndin af Krýsuvíkurkirkju 2 klst. fyrir brunann

Eins og kunnugt er, þá kviknaði í Krýsuvíkurkirkju í byrjun þessa árs, en hún var orðin 152 ára gömul. Sandgerðingurinn Gunnar Gestur Geirmundsson áhugaljósmyndari tók sennilega síðustu ljósmyndirnar af Krýsuvíkurkirkju, en þær voru teknar aðeins tveimur og hálfum klukkustundum áður en kirkjan brann.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Þetta kemur fram á vefnum 245.is. Gunnar Gestur hefur tekið fjölmargar fallegar myndir að kvöldlagi og meðal annars náð glæsilegum myndum af norðurljósunum.

Fleiri myndir eftir Gunnar Gest má skoða hér: www.flickr.com/gunnargestur