Síðasta hlaðborðið fyrir jól
Flughótel í Reykjanesbæ stendur fyrir sínu þriðja jólahlaðborði um helgina en þegar hafa verið haldin egypsk hlaðborð og þakkargjörðarhlaðborð á veitingastað hótelsins. Færri komust að en vildu á hlaðborðin og nú á laugardag verður það síðasta í röðinni á þessu ári.
Á egypska hlaðborðinu var m.a. annars boðið upp á magadans með borðhaldinu en áætlað er að halda áfram með hlaðborðin á nýju ári og þá verður bryddað upp á enn fleiri nýjungum. Borðapantanir á hlaðborð Flughótels um helgina eru í síma 421 5222.
VF-mynd/ magadansmær sýnir listir sínar á egypska hlaðborðinu
Á egypska hlaðborðinu var m.a. annars boðið upp á magadans með borðhaldinu en áætlað er að halda áfram með hlaðborðin á nýju ári og þá verður bryddað upp á enn fleiri nýjungum. Borðapantanir á hlaðborð Flughótels um helgina eru í síma 421 5222.
VF-mynd/ magadansmær sýnir listir sínar á egypska hlaðborðinu