Síðasta gönguferð sumarsins
Eftir gott og ánægjulegt samstarf við HS Orku, HS Veitur, Bláa Lónið, Hópferðir Sævars, Víkurfréttir og Björgunarsveitina Suðurnes munu Reykjanesgönguferðir ljúka sumrinu með glæsibrag og bjóða öllu áhugasömu göngufólki upp á glæsilega gönguferð.
Genginn verður Gyltustígur yfir Þorbjarnarfell síðan með Selskógi að Bláa Lóninu þar sem göngufólki verður boðið í bað í Bláa Lóninu síðan verður boðið uppá veitingar og happadrætti þar sem tveir vinningar verða dregnir út annars vegar Spa í Bláa Lóninu og hins vegar ein flík frá 66 Norður.
Gott er að hafa sundföt og handklæði meðferðis sem geyma má í rútunni á meðan á gönguferð stendur. Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir :).
Brottför kl 17:00 frá Vesturbraut 12 Reykjanesbæ, Hópferðir Sævars sjá um að koma göngufólki á milli staða, heimkoma er áætluð fyrir kl 23:00.
Kostnaður kr 1000, göngufólk sem kemur af höfuðborgarsvæðinu geta komið í rútuna við Grindavíkurafleggjara en þá er nauðsynlegt að tilkynna fjölda í síma 893 8900 Rannveig leiðsögumaður.