Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta ganga sumarins
Þriðjudagur 13. ágúst 2013 kl. 12:07

Síðasta ganga sumarins

Gengið á Þorbjörn

Á morgun þann14. ágúst verður farin lokaganga Reykjanesgönguferða þetta sumarið. Gengið verður yfir Þorbjörn og í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi hans. Komið verður niður í skógræktinni á Baðsvöllum og þaðan verður gengið að Svartsengisvirkjun þar sem göngufólki verður boðið upp á hressingu.

Þar verða einnig dregin út verðlaun en allir sem taka þátt í lokagöngunni hafa möguleika á að vinna útivistarfatnað frá 66°North og dekurdag í Bláa Lóninu. Gangan tekur 2- 3 klst en lagt verður af stað klukkan 19:00 frá Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ. Kostnaður er krónur 1500.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024