Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta ganga Hitaveitu Suðurnesja og Geysis Green
Miðvikudagur 13. ágúst 2008 kl. 17:16

Síðasta ganga Hitaveitu Suðurnesja og Geysis Green

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðasta ganga af 13 gönguferðum Hitaveitu Suðurnesja og Geysis Green
Energy verður farin í kvöld miðvikudaginn 13. ágúst.

Gengin verður ströndin frá Garðskagavita til Sandgerðis.
Gengið verður í sandi og lausagrjóti og því gott að vera í góðum gönguskóm
og hafa göngustafi ef þeir eru til á heimilinu. Gangan er við hæfi allrar
fjölskyldunnar. Sagt verður frá viðburðarríkum atburðum sem tengjast sögu
Íslendinga sem gerðust á þessum slóðum, einnig verður sagt frá
landnámsmönnum sem búsettir voru á þessu svæði. Ef fjaran verður þokkalega
hrein af þörungum og þara þá verður  skoðað fjölskrúðugt fjörulífið.
Endað verður við veitingahúsið Vitann í Sandgerði þar sem boðið verður upp á
grillaðar pylsur og gos.

Allir velkomnir og allir á eigin ábyrgð
Gangan tekur 2 - 3 klst.

Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,
húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.

Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 500 kr.