Showtime gerir auglýsingu við Bláa lónið
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime Networks hefur valið Ísland og íslenska náttúru sem grunn myndefnis ímyndarauglýsinga fyrirtækisins næstu tvö árin. Plús film sér um framleiðsluna hér á landi. Umhverfi Bláa lónsins er einn tökustaða og sl. miðvikudag var tæknifólk, leikarar og fylgdarlið að vinna við lónið í grenjandi rigningu. Ljósmyndari VF skellti sér í regntakk og slóst í hópinn með liðinu.