Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

SGOR vekur athygli
Laugardagur 11. febrúar 2006 kl. 14:19

SGOR vekur athygli

Meðlimir SGOR, Samtaka gegn ofbeldi í Reykjanesbæ, fóru um allan bæ í gær og vöktu athygli á hinum ýmsu birtingarmyndum ofbeldis.

Unga fólkið fór á ýmsa opinbera staði þar sem þau gengu um í hlutverkum fórnarlamba ofbeldis og réttu þeim sem þau hittu, miða með nokkrum athyglisverðum staðreyndum um ofbeldi á Íslandi.

Samtökin voru stofnuð á síðasta ári og hafa síðan staðið fyrir margvíslegum uppákomum, ss. tónleikum og fræðslufyrirlestrum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024