SGOR: Vekja athygli á starfi sínu á Ljósanótt
Nýstofnuð samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ munu vekja athygli á starfi sínu á Ljósanótt. Samtökin berjast gegn ofbeldi í allri sinni mynd og vilja vekja athygli almennings á málinu.
Þau munu verða sýnileg um allan bæ og dreifa pésum með ýmsum fróðleik og selja barmmerki með merki samtakanna á 100 krónur til að fjármagna starfsemi sína.
Starfið mun meðal annars felast í því að þau munu standa fyrir ýmsum uppákomum og fyrirlestrum tengdum málefninu.
VF-mynd/Þorgils: Anna Albertsdóttir, frumkvöðull að verkefninu, með barmmerkin.