SGOR rokkar gegn ofbeldi
Stórtónleikar verða haldnir í 88 húsinu annað kvöld þar sem hljómsveitirnar Æla, Tveir Leikmenn, Lokbrá og Exem leika á kvöldi sem er helgað Samtökum gegn Ofbeldi í Reykjanesbæ, SGOR, og marka tónleikarnir formlega stofnun samtakanna.
Anna Albertsdóttir, forsprakki SGOR, segist vona að sem flestir mæti og taki þátt í skemmtilegu og spennandi starfi sem framundan er í vetur. Nú þegar eru nokkrar uppákomur á dagskrá hjá samtökunum og má fá upplýsingar um þær á heimasíðu 88 hússins, www. 88.is.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er enginn aðgangseyrir.
Anna Albertsdóttir, forsprakki SGOR, segist vona að sem flestir mæti og taki þátt í skemmtilegu og spennandi starfi sem framundan er í vetur. Nú þegar eru nokkrar uppákomur á dagskrá hjá samtökunum og má fá upplýsingar um þær á heimasíðu 88 hússins, www. 88.is.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er enginn aðgangseyrir.