Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sex í sveit frumsýnt í kvöld
Föstudagur 7. nóvember 2008 kl. 09:58

Sex í sveit frumsýnt í kvöld



Leikfélag Keflavíkur frumsýnir gamanleikritið Sex í sveit í Frumleikhúsinu í kvöld kl. 20. Önnur sýning er á sunnudag á sama tíma. Leikstjóri er Örn Árnason leikari og Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið.
„Það er alltaf spenna fyrir frumsýningar og kannski enn meiri spenna nú en oft áður þar sem aðeins sex leikarar sjá um
að halda sýningunni á lofti allan tímann. Æfingar hafa staðið yfir sl. sex vikur og nú er allt að smella saman,“ segir Guðný Kristjánsdóttir, formaður LK og einn leikenda í sýningunni. Hún segir Leikfélag Keflavíkur hafa hingað til verið talið eitt öflugasta leikfélag landsins og félagið sanni það enn og aftur nú með því að hafa kjark og þor til að ráðast í slíkt stórverk eins og þetta. 

Sex í sveit er gamanleikrit. Sögusviðið er sumarbústaður úti á landi þar sem aðal sögupersónan hefur ákveðið að nota tækifærið og halda partí á meðan eiginkonan bregður sér af bæ. En hlutirnar fara öðruvísi en ráð var fyrir gert og upphefjast mikil vandræði sem ágerast enn frekar eftir því sem sögupersónan reynir að breiða yfir þau.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg: Örn Árnason ásamt leikarahópnum.