Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sex Grindvíkingar fengu heiðursviðurkenningu
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 09:46

Sex Grindvíkingar fengu heiðursviðurkenningu

Sex einstaklingar fengu heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu samfélagsins í Grindavík og voru þær afhentar í afmælishófi í Grindavíkurkirkju á 40 ára kaupstaðaafmælisdegi bæjarins í gær.

Þetta voru þau Birna Óladóttir fyrir félagsstörf, Jóhanna Sigurðardóttir fyrir félags- og menningarstörf, Bogi Hallgrímsson fyrir störf í þágu bæjarins og íþróttalífs, Edvard Júlíusson fyrir störf í þágu atvinnulífs og bæjarins og Jóhannes Haraldsson fyrir störf í þágu íþróttalífs og Petra Guðrún Stefánsdóttir fyrir störf að félags- og mannúðarmálum, en hún er jafnframt elst þeirra sem voru heiðruð, 92 ára. Tillaga þessa efnis var fyrst samþykkt á hátíðarfundi bæjarstjórnar Grindavíkur sem haldinn var á undan afmælishófinu. Fengu þau afhenta blómvendi og áletraða skildi í tilefni útnefninganna.
Vegleg dagskrá var víða um bæinn í tilefni 40 ára kaupstaðaafmælisins sem m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt kona hans tóku þátt í.

Við eigum eftir að fjalla meira um 40 ára afmæli Grinavíkur í miðlum Víkurfrétta á næstu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forsetahjónin og Guðbergur Bergsson, rithöfundur og fleiri voru meðal gesta á afmælishátíð í Grindavíkurkirkju. VF-myndir/pket.

Krakkarar í grunnskólum og leikskólum tóku virkan þátt í afmælishaldinu og þau höfðu gaman af því að spyrja forsetann út í hin ýmsu mál.