Setur upp jólatré í byrjun nóvember
María Isabel Grace Fisher byrjar jólaundirbúninginn snemma og nýtur svo aðventunnar
Hnéhá leðurstígvél eru eftirminnilegasta jólagjöfin sem María Isabel Grace Fisher hefur fengið en hún svaraði jólaspurningum Víkurfrétta.
Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap?
Holiday er alltaf uppáhaldsjólamyndin en ég horfi á hana allt árið, svona allavega þrisvar, fjórum sinnum.
Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Ég sendi ennþá einhver jólakort.
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Þegar krakkarnir voru litlir þá bakaði ég alltaf nokkrar tegundir af uppáhalds smákökum heimilisins.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Án efa er uppáhaldsjólagjöfin hnéhá ekta leðurstígvél sem ég fékk á unglingsárunum. Þau hafa náð helming hæð minnar.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum?
Mikil gleði og öll fjölskyldan sameinaðist hjá Ömmu Sólu. Þrátt fyrir mikinn gestagang ríkti þar mikil ró og hátíðleiki yfir jólahátíðinni allri. Við nutum allra kósý stunda sem gáfust.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Höfum alltaf hangikjöt og hamborgarahrygg samkvæmt íslenskum jólavenjum, með öllu tilheyrandi og ávaxtasalatinu hennar móður minnar.
Hvenær finnst þér jólin vera komin?
Um 5. nóvember ár hvert, þá set ég vanalega upp jólatréð, pakka inn gjöfum í nóvember og set undir tréð, skreyti, baka og þríf. Fer svo í verkfall í desember og nýt aðventunnar til fulls.
Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Hef búið erlendis í ellefu ár samtals. Ólst þar upp frá þriggja til tólf ára og fluttist síðan aftur til Flórida í þrjú ár. Þau ár sem ég hef verið erlendis á jólunum þá finnst mér eins og ég hafi misst af jólunum. Að mínu mati eru bestu jólin á Íslandi. Þó gæti ég vel hugsað mér að vera í Kaliforníu með fjölskyldu minni þar um einhver jól.
Áttu þér uppáhaldsjólaskraut?
Lítill bangsi á jólatréð sem ég fékk á litlujólum þegar ég vann hjá Varnarliðinu í denn.
Hvernig verð þú jóladegi?
- desember eru öll boð afþökkuð því þessi dagur er heilagi náttfatadagurinn heima hjá okkur, í kósý frá morgni til kvölds, að slaka á eins og hver og einn vill.