Sessý og Sjonni leika á Lukku Láka
Laugardagskvöldið 2. júlí mun dúettinn Sessý & Sjonni leika lifandi tónlist fyrir gesti Lukku Láka í Grindavík. Dagskráin er frá kl. 23:00-01:30 og má búast við ekta pöbbastemningu.
Undanfarið hefur dúettinn verið að auka spilamennsku um helgar og hafa viðtökurnar verið frábærar og myndaðist t.d. rosa stemning á Útlaganum um daginn að því er fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmönnunum.
Nánari upplýsingar um dúettinn má finna á www.sessy.net