Sérstakt sumarblað TVF á leiðinni
Sérstakt sumarblað Tímarits Víkurfrétta (TVF) er nú í lokavinnslu á ritstjórn Víkurfrétta. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út nú um miðjan mánuðinn. Sem fyrr er efni blaðsins fjölbreytt og víða leitað fanga. Sumarið leikur stórt hlutverk í tímaritinu að þessu sinni, auk þess sem lífsreynslusögur og fjölbreytt viðtöl við fólk á Suðurnesjum eru í blaðinu. Tímaritið QMEN [kúmen] mun einnig fylgja Tímariti Víkurfrétta. Þar verða m.a. kynntar til leiks fyrstu sumarstúlkur QMEN 2003. Í Tímariti Víkurfrétta verða glæsilegar sumargrillsteikur ásamt meðlæti sem matreiðslumeistarar af Suðurnesjum töfra fram og lengi mætti telja. Ekki ætlum við að telja upp allt efni blaðanna hér heldur biðja ykkur um smá hjálp!Við erum opin fyrir sem fjölbreyttustu efni í blaðið og því hvetjum við ykkur til að láta okkur vita af skemmtilegum sumaruppákomum sem eiga heima í blaðinu. Sumargrill hjá klúbbum og fyrirtækjum eiga heima í blaðinu nú eða skemmtilegar útilegumyndir. Endilega verið í sambandi en síðasti skilafrestur á efni í blaðið er um næstu helgi.
Hér eru símanúmer og netföng blaðamanna:
Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, 899 2225 Tölvupóstur: [email protected]
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, 898 2222 Tölvupóstur: [email protected]
Hallgrímur Indriðason, sími 421 0003, 893 0111 Tölvupóstur: [email protected]
SVO ERUM VIÐ ENN AÐ TAKA VIÐ ÁBENDINGUM UM GLÆSILEGAR SUMARSTÚLKUR QMEN. ÁBENDINGAR BERIST TIL VÍKURFRÉTTA.
Hér eru símanúmer og netföng blaðamanna:
Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, 899 2225 Tölvupóstur: [email protected]
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, 898 2222 Tölvupóstur: [email protected]
Hallgrímur Indriðason, sími 421 0003, 893 0111 Tölvupóstur: [email protected]
SVO ERUM VIÐ ENN AÐ TAKA VIÐ ÁBENDINGUM UM GLÆSILEGAR SUMARSTÚLKUR QMEN. ÁBENDINGAR BERIST TIL VÍKURFRÉTTA.