Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sérdeildin Björk verðlaunuð fyrir gott starf
Mánudagur 14. júní 2010 kl. 14:33

Sérdeildin Björk verðlaunuð fyrir gott starf


Sérdeildin Björk hlaut þriðju verðlaun þegar Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent á föstudaginn. Steindór Gunnarsson og Ingibjörg M. Kjartansdóttir veittu verðlaununum viðtöku.

Björkin er sérdeild fyrir börn með hegðunarröskun og geðrænan vanda. Í umsögn segir að þar hafi verið unnið mikið og gott starf í gegnum árin.
„Á þessu skólaári tóku starfsmenn upp nánari útfærslu á inngripi varðandi þann vanda sem þau fást við sem felst í því að veita enn betri þjónustu og úrræði til að koma til móts við þá nemendur sem þangað þurfa að leita. Úrræði þetta er ART sem felst í kennslu og æfingu á sjálfsstjórn, aukinni félagsfærni og siðgæðisþjálfun. Starfsmenn Bjarkarinnar hafa tekið þetta verkefni og aðlagað að þörfum nemanda sinna og sýnt mikinn áhuga og velvilja sem hefur skilað sér út í starfið,“ segir m.a. í umsögninni.
----
VFmynd/elg - Steindór Gunnarsson og Ingibjörg M. Kjartansdóttir veittu verðlaununum viðtöku.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024