Séra Skúli kveður Ísafjörð
Séra Skúli Ólafsson mun mun syngja sína síðustu messu í Ísafjarðarprestakalli næstkomandi sunnudag en hann tók við starfi sóknarprests í Keflavík fyrir skemmstu eins og flestir vita. Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta, www.bb.is.
Stefnt er að því að halda messuna utandyra, í Tunguskógi, ef veður leyfir.
Skúli þjónaði áður við Ísafjarðarsókn bæði sem aðstoðarprestur og sóknarpretur í fjarveru séra Magnúsar Erlingssonar sem snýr aftur um næstu mánaðarmót.
„Ég vonast til þess að hitta sem flesta því ef fer sem horfir er þetta síðasta messan í langan tíma sem ég syng í Skutulsfirðinum eftir að hafa þjónað hér bróðurpart þjónustu minnar“, sagði séra Skúli í samtali við BB.
VF-mynd/Þorgils: Séra Skúli við vígsluna í Keflavík