Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Laugardagur 22. júní 2002 kl. 19:48

Séra Sigfús með fimm brúðkaup í Keflavíkurkirkju í dag

Séra Sigfús B. Ingvason hafði í nógu að snúast í allan dag. Hann var með fimm brúðkaup í Keflavíkurkirkju, enda má segja að bekkurinn hafi verið þétt setinn í Keflavíkurkirkju í allan dag. Jakob Jónharðsson og Freyja Sigurðardóttir giftu sig hjá séra Sigfúsi nú síðdegis og var þá meðfylgjandi mynd tekin.Samkvæmt heimildum Víkurfrétta munu hafa verið átta brúðkaup á Suðurnesjum í dag, en sumarið er jú tíminn til að gifta sig.

Víkurfréttir á Netinu senda brúðhjónum dagsins hamingjuóskir.

Svo er bara að vona að gestirnir hafi ratað í rétta veislu!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024