Sér alltaf það besta í fólki
FS-ingur vikunnar
Nafn: Krista Gló Magnúsdóttir
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Raunvísindabraut
Áhugamál: Körfubolti og að ferðast
Krista Gló æfir körfubolta með Njarðvík og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Henni þykir félagslíf skólans gott og segir fjölbreytileikann í skólanum vera mikinn kost. Krista er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Ég sakna starfsfólksins í Njarðvíkurskóla mest.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Þar sem ég æfi körfubolta með Njarðvík hentaði best að fara í FS.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Fjölbreytileikinn.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Félagslífið í skólanum er geggjað, nóg um að vera.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Vá, ég veit ekki alveg. Það koma svo margir til greina því það eru svo margir hæfileikaríkir nemendur í skólanum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Bríana Lilja.
Hvað hræðist þú mest?
Ég þarf því miður að segja köngulær.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt eru Crocs og kalt eru þröngar gallabuxur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ég á ekkert eitt uppáhaldslag, lögin sem ég hlusta á fara bara eftir því hvernig stuði ég er í.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég sé alltaf það besta í fólki.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
TikTok og Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan mín fyrir framtíðina er að fara í háskóla en ég er ekki búin að ákveða hvað ég vil læra.
Hver er þinn stærsti draumur?
Minn stærsti draumur er að ferðast um heiminn og ná langt í körfunni.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Skipulögð, því ég hef mikinn metnað fyrir því sem ég geri og til þess þarf ég að vera skipulögð.