Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Sennilega kemur aldrei aftur annað ár sem á eftir að kenna okkur jafn mikið
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 03:26

Sennilega kemur aldrei aftur annað ár sem á eftir að kenna okkur jafn mikið

„Þetta er ár hjá mér eins og hjá svo mörgum öðrum hefur verið eftirminnilegt á margan hátt, bæði persónulega og þess utan. Ég eins og svo margir aðrir varð atvinnulaus á árinu, en er nú sem betur fer komin í vinnu á nýjan leik. Það var þung og erfið reynsla, en fer sennilega í minningarbankann sem ein þeirra dýrmætari í lífinu. Þar varð maður að takast á við sjálfan sig um leið og önnur vandamál fylgjandi hruninu og minnkandi innkomu bönkuðu reglulega á dyrnar. Algert endurmat á lífinu og gildunum,“ segir Hannes Friðriksson í Reykjanesbæ þegar hann er spurður um nýliðið ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Sumarið fór að miklu leyti í atvinnuleit og garðvinnu þar ég fór hamförum eftir því sem frúin vill halda fram, og nú í haust byrjaði ég í karlakórnum, hlutur sem mig hafði lengið langað til, en ekki látið eftir mér fyrr en nú. Hvet alla til að taka þátt í slíku starfi“.


- Hvað með áramótaheit?
„Ég hef nú ekki verið mikið fyrir að strengja árámótaheit, talið það mikilvægara halda mig við það sem er, að vera samvisku og skoðunum mínum sem samkvæmastur og reyna að vinna þeim góðu málum lið sem á vegi mínum verða. Þannig ætla ég líka að hafa það á nýju ári. Vera ég sjálfur hvað sem á dynur. Það held ég að sé hollast til lengdar. En eins og gamall kunningi minn sagði um leið og hann óskaði mér árs og friðar, þá ber að þakka fyrir það liðna. Því sennilega kemur aldrei aftur annað ár sem á eftir að kenna okkur jafn mikið, og síðasta ár,“ segir Hannes að endingu.