Sendum hlýju!
Verkefnið „Sendum hlýju“ hófst á Íslandi í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en það snýst um að prjóna ullarföt fyrir úkraínska hermenn. Ullarsokkar, vettlingar og treflar eru vinsælastir og hafa þúsundir slíkra flíka orðið til að undanförnu en verkefninu lauk 31. október og þá var afraksturinn sendur til Úkraínu.
Dagdvöl elliheimilsins í Víðihlíð, Grindavík, lét aldeilis ekki sitt eftir liggja og var gripið í prjónana flesta daga.