Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sendir páskaegg til Danmerkur
Steina Þórey ásamt manni sínum, Helga.
Sunnudagur 20. apríl 2014 kl. 10:00

Sendir páskaegg til Danmerkur

Verður á faraldsfæti um páskana með góðu fólki.

Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, ætlar að byrja páskana á því að fara með Helga, manninum sínum, syninum Veigari Þór að Hellnum á Snæfellsnesinu að heimsækja vinafólk sem er þar að opna kaffihúsið Primus kaffi. „Síðan liggur leið okkar norður í snjóþyngstu sveit landsins að Fljótum en þar verðum við í sumarhúsi einnig með vinafólki okkar. Stefnan er að fara á snjósleða og njóta lífsins í okkar fagra landi. Einnig munum við fara à Siglufjörð og keyra Héðinsfjarðargöngin yfir til Ólafsfjarðar en það höfum við ekki gert àður. Nú svo kanski rennur maður á Akureyri fyrst maður er kominn norður á annað borð,“

Steina er ekki orðin amma en gefur ennþá sonum mínum páskaegg. Hinn sonurinn, Ragnar Björn, býr í Danmörku og fær sitt egg sent til sín. „Ég kaupi ennþà páskaegg handa okkur hjónunum þar sem páskaegg er það besta sem ég fæ og gaman að fà málshættina. Í dag er hægt að fá svo mikið úrval að maður fær valkvíða, svo ég enda alltaf á venjulegu páskaeggi frá Nóa Síríus.“
 
Í sumar ætlar Steina ég að ferðast innanlands, því hún vill helst ekki fara erlendis þar sem íslenskt sumar er stutt. Stefnan er að flakka um landið með fellihýsið í góðra vina hópi. Hún segir veturinn hjá sèr hafa að vanda verið annasaman við leik og störf. „Enda finnst mér að maður eigi að lifa lífinu lifandi. Ég er í fullri vinnu sem ljósmóðir à Ljósmæðravakt HSS ásamt því að sinna mæðrum og fjölskyldum þeirra í heimahúsum. Einnig er ég í kór, Sönghóp Suðurnesja er það mikil gleði að hittast og syngja og hlæja saman. Einnig ferðumst við á veturna líka en við eigum hlut í sumarbústað í Dölunum og förum oft þangað,“ segir Steina. 
 
Hún segist verið mikil bjartsýnismanneskja að eðlisfari og spáir bara góðu sumri. „Á sumrin fer èg í sumarbústaðinn okkar í Dölunum àsamt því fara um helgar með fellihýsið okkar um landið og í sumarfríinu er stefnt að því að fara um landið þar sem veðrið verður gott. Ég elska íslenskt sumar, það besta sem ég veit er að njóta þess að vera úti í náttúru Íslands og það toppar ekkert bjartar sumarnætur. Að sitja úti í góðra vina hópi og anda að sér sumrinu og taka jafnvel lagið er æði.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024