Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sendiherra Noregs kom færandi hendi
Þorsteinn Gunnarsson og Cecilie Landsverk.
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 16:09

Sendiherra Noregs kom færandi hendi

Færði Grindvíkingum gjöf.

Í gær heimsótti Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs, Kvikuna, auðlinda- og menningarmiðstöð Grindavíkur. Cecille var skipuð í embætti núna í september og kom sérstaklega til Grindavíkur til að heimsækja Kvikuna og um leið færði hún okkur Grindvíkingum að gjöf tvær myndir eftir norska sjónlistamanninn Patrick Huse.
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd bæjarins og lóðsaði svo sendiherrann um sýninguna. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Myndirnar eru tvær svarthvítar myndir af gömlu beinamjölsverksmiðjunni sem brann árið 2005. Þær verða hengdar upp í Kvikunni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024