Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Semur raftónlist í frístundum sínum
  • Semur raftónlist í frístundum sínum
    Þegar Guðmundur er ekki í vinnu eða að sinna fjölskyldunni er hann the imminent g.
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 08:42

Semur raftónlist í frístundum sínum

- Vefhönnuðurinn Guðmundur Bjarni er the imminent g

Guðmundur Bjarni Sigurðsson annar stofnandi og eigandi vefhönnunarfyrirtækisins Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ er ekki við eina fjölina felldur. Guðmundur var á sínum yngri árum lengi vel áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja. Hann var m.a. forsprakki í hljómsveitinni Danmodan sem sigraði hljómsveitakeppnina Rokkstokk árið 1997, sælla minninga.

Guðmundur hefur alltaf verið virkur að semja og grúska í tónlistinni samhliða vefhönnuninni. Nú er komið nýtt efni frá Guðmundi þar sem hann reynir fyrir sér í raftónlistinni með sólóverkefni sem ber nefnið The imminent g. Guðmundur segir að hann hafi verið að vinna að tónlist síðustu 10 árin en vegna anna sé hann loks að koma þessu frá sér fyrst núna. Hann segir að von sé á fleiri lögum en langt sé þó í plötuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögin eru með rafrænu ívafi en oftast spilar hann þó á gítar og syngur líka. Nýja lagið má heyra hér að neðan en það ber nafnið Land. Þar syngur Guðmundur undir og spilar á gítar á meðan lesið er bréf eftir Indíánahöfðingjann Seattle, sem borgin góða er nefnd eftir.