Selur auglýsingar á fylgdarbílinn
Sigvaldi Arnar Lárusson undirbýr Umhyggju-göngu.
Sigvaldi Arnar Lárusson undirbýr sin-g nú af kappi fyrir Umhyggju-gönguna sem hann mun leggja upp í í byrjun júní. Sigvaldi mun fara gangandi milli Keflavíkur og Hofsóss. Hann áætlar að leggja af stað kl. 9 þann 5. júní frá lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík.
„Ég vonast til að sem flestir komi og hefji gönguna með mér og einnig langar mig til að hvetja gönguhópa til að koma og slást í för með mér, alla vega uppi á Reykjanesbraut,“ segir Sigvaldi í samtali við Víkurfréttir.
Sigvaldi verður með húsbíl frá Geysi og verður hann merktur af skiltagerd.is. „Ég ætla að selja fyrirtækjum auglýsingapláss á bílnum og er þetta díll ársins þar sem kaupandinn ræður verðinu, en allur ágóði af auglýsingatekjum rennur að sjálfsögðu óskiptur í söfnunina“. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og kaupa auglýsingu á bílnum verða að hafa samband fyrir 20. maí við Sigvalda Arnar Lárusson.