Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Seltjörn opnar senn
Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 14:22

Seltjörn opnar senn

Nú styttist í að Seltjörn verði opnuð fyrir sumarveiðina og verður spennandi að sjá hvernig urriðinn og bleikjan koma undan vetri. Til stendur að byggja nýtt veiðhús við Seltjörn ásamt ýmsu fleiru sem er í undirbúningi. Búist er við að vatnið opni formlega þann 1. maí en fram að þeim tíma verður opið eftir þörfum og veðri.

Á rólyndiskvöldum hefur sést talsvert af fiski í Seltjörn þannig það er um að gera að fara að huga að veiðigræjunum, skipta um línur og stoppa í vöðlurnar. Hægt er að nálgast veiðileyfi í Seltjörn með því að hringja í síma 822 5300 eða senda tölvupóst á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024