Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 13:04

Seltjörn heillar

Veiði- og útivistarsvæðið við Seltjörn hefur notið mikilla vinsælda meðal stangveiðimanna og útivistarfólks undanfarin ár, enda er þar góð aðstaða á allan hátt, m.a. til að grilla og snæða nesti. Staðsetning svæðisins er við Grindavíkurveg og er hún mjög ákjósanleg, þar sem hún er mátulega langt frá þéttbýli, en þó í hæfilegri nálægð við golfvelli, þekktar gönguleiðir og Bláa lónið. Veiðivon er með því besta sem gerist í Seltjörn, en vikulega er frískum og spriklandi tökufiski sleppt í vatnið og er meðal ársveiði í vatninu um 5-6000 silungar og laxar. Verðlag veiðileyfa hefur verið það sama frá upphafi, en sömu rekstraraðilar hafa haft umsjón með Seltjörn þau 9 ár sem veiðileyfasala hefur verið starfrækt. Einstaklingar geta keypt dagsleyfi á staðnum, hjá veiðiverði, en fyrir stærri hópa er vissara að panta með fyrirvara. Mest veiðist á flugur, ýmis konar, þá á spún, en maðkurinn er einnig nokkuð sterkur. Staðarhaldari vill benda útivistarfólki að ganga snyrtilega um skóginn og hlífa viðkvæmum gróðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024