Selja bolluvendi á 500 krónur
Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir eldri en 16 ára á Suðurnesjum. Hún selur nú bolluvendi í bakaríum á Suðurnesjum og á Hæfingarstöðinni sem er opin frá 8 - 16 virka daga.
Bolluvendirnir eru handunnir af þjónustunotendum og kostar vöndurinn 500 kr. Peningurinn rennur beint í sjóð til þjónustunotenda Hæfingarstöðvarinnar sem þau nota til afþreyingar og árvissra atburða.
Með fyrir fram þökk fyrir stuðninginn.