Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sauma fyrir bágstadda
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 22:31

Sauma fyrir bágstadda

Það eru mörg góðverk unnin af sjálfboðaliðum Rauða krossins. Annan hvern þriðjudag hittast nokkrar hressar konur í Rauðakrosshúsinu í Grindavík og sauma ýmisskonar fatnað og teppi sem þær gefa þeim sem á þurfa að halda.

Alls eru um 10-12 konur allstaðar af Suðurnesjum sem hittast annan hvern fimmtudag frá kl 14-17. Er hópurinn alltaf að stækka enda ávalt glatt á hjalla hjá þeim í saumaskapnum. Margir leggja leið sína í Rauðakrosshúsið til að færa þeim efni, garn og tvinna eða jafnvel tölur. Endar þá oft með því að viðkomandi sest niður með kaffibolla og byrjar að hjálpa til við sauamskapinn og mætir svo aftur í næsta skipti.

Guðfinna Bogadóttir formaður Rauðakrossdeildar Grindavíkur sagði að þetta verkefni væri alveg sérstakt því öllu sem búið er til er safnað saman og gefið í heilu lagi til ákveðinnar söfnunar.

„Síðast fór allt sem konurnar saumuðu til Serbíu og var sendingunni fylgt eftir til áfangastaðar og það var mjög gaman að sjá hvað fólk var ánægt að fá þessar gjafir. Það eru allir velkomnir í kaffi hvort sem fólk vill vera í góðum félagsskap, færa okkur efni, taka í prjóna, festa tölur eða eitthvað annað,” sagði Guðfinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024