Mannlíf

Sat í ísbaði í fjörtíu og tvær mínútur
Miðvikudagur 6. júní 2018 kl. 10:07

Sat í ísbaði í fjörtíu og tvær mínútur

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í Grindavík í síðustu viku og sigurvegari keppninnar var Lea Marie Galgana en hún var samtals í 42,20 mínútur í ísbaði en þess má geta að fyrir nokkrum mánuðum síðan get hún varla staðið eða gengið fyrir verkjum. Í öðru sæti varð Algirdas Kazulis en hann var í 41,18 og í þriðja sæti varð Sigurður J. Ævarsson í 35,05 mínútur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Benedikt S. Lafleur, skipuleggjandi keppninnar vill koma fram þakklæti til Grindavíkurbæjar, Hermanns Guðmundssonar, forstöðumanns sundlaugarinnar og Hermanns Th. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Stakkavíkur. „Ég vil einnig koma kæru þakklæti til annarra velunnara keppninnar, eins og Salthúsinu og Bryggjunni fyrir flottan mat og næringu, sem og Ísgel ehf. Ísbaðskeppnin hefði samt ekki verið möguleg án aðkomu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðings og Gunnars Margeir Baldursson sjúkraflutningsmanns frá Heilsugæslunni í Grindavík.“

Úrslit og keppendur ísbaðskeppninnar:

1.Lea Marie Galgana 42,20 mín
2.Algirdas Kazulis 41,18
3.Sigurður J. Ævarsson 35,05
4.Guðjón Magnússon 20,02
5.Benedikt S. Lafleur 15,06
6.Stefán Ívarsson 12,27
7.Valgerður Ágústsdóttir 5,56