Sara lærir að sörfa á Hawaii
Slakar vel á eftir heimsleikana í crossfit
Eftir margra mánaða undirbúning og vinnu fyrir heimsleikana í crossfit, er algjörlega nauðsynlegt að slaka vel á og njóta lífsins. Það gerir Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir svo sannarlega þessa dagana. Hún nýtur sín nú á Hawaii eyjum í fríi, en eins og kunnugt er hafnaði hún nýlega í þriðja sæti á heimsleikunum sem fram fóru í Los Angeles.
Hún birti mynd af sér sitjandi á brimbretti við gullfallegar aðstæður á eyjunum vinsælu. „Það hefur verið draumur minn frá tíu ára aldri að fara til Hawaii og læra að sörfa,“ segir Sara í texta við myndina. Hún tekur einnig fram að hennar fyrsta ferð til eyjanna hafi verið ógleymanleg.