Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 11. mars 1999 kl. 22:08

SÁPU- OG BLÓÐBAÐ HJÁ NAGLA-ÍSLANDSMEISTARA

Keflvíkingurinn Arna Bjarnadóttir færði okkur enn einn Íslandsmeistaratitilinn er hún varð Íslandsmeistari í naglaskreytingum og náði þriðja sæti í ásetningum gervinagla síðastliðinn Sunnudag.Keppnin „Tíska ´99“ var haldin á Broadway og er það tímaritið Hár&Fegurð sem stendur fyrir henni. Keppnin var sýnd beint á alnetinu og tvær útvarpsstöðvar voru með beina útsendingu. Keppt var í fjórum aðalflokkum, fatahönnun, hárgreiðslu, förðun og nöglum. Hver grein skiptist síðan í marga undirflokka og voru krýndir meistarar í hverjum flokki. Þetta var önnur keppni Örnu en hún keppti á síðasta ári í nemaflokki. „Keppnin á síðasta ári var engin för til frægðar og ég vann ekki til verðlauna. Ég keppti í tveimur flokkum að þessu sinni, ásetningu nagla og fantasíunöglum. Ég náði þriðja sæti í ásetningunni og vann fantasíuflokkinn og er eiginlega stoltari af þriðja sætinu en því fyrsta.“ sagði Arna er blm. Víkurfrétta heimsótti hana á snyrtistofuna Dönu en þar er hún með aðstöðu. Hvernig fer keppnin fram? „Í báðum þessum flokkum er keppendum gefin ein og hálf klst. til að ljúka við hægri hönd módelsins en sú vinstri er gerð fyrirfram. Ég vil þakka þeim Jóhönnu Ingvarsdóttur og Ásgerði Bjarkardóttur fyrir að leyfa mér að nota þær sem módel. Ásetningarhluti keppninnar gekk ekki áfallalaust fyrir sig því mér tókst að ata sjálfa mig sápu og skera mig á vísifingri við að þvo mér rétt fyrir keppnina. Þegar ég kom aftur á sviðið var verið að ræsa keppendur og ég átti eftir að gera borðið tilbúið. Þegar ég ætlaði loks að hefjast handa veitti ég því eftirtekt að hægri höndin var öll í blóði og ég búinn að merkja allt í kringum mig - og ég sem er með háan blóðþrýsting fyrir.“ Hvers vegna gervineglur? Er einhver framtíð í þessum bransa? „Ég hef alltaf haft áhuga á nöglum og þegar ég sá auglýsingu frá Naglaskóla Hönnu ákvað ég að skella mér. Í dag starfa ég sjálfstætt, leigi aðstöðu á snyrtistofu Dönu og er þar tvo daga í viku en þrjá hjá Nöglum og List í Reykjavík. Gervineglur eru komnar til að vera, Konur vilja líta vel út og þetta er einn hluti þess. Mestu annirnar eru á sumrin en einnig í kringum jólin og aðrar hátíðir. Nú eru meira að segja fermingarstúlkur farnar að hugsa um neglurnar. Ég starfa eftir tímapöntunum, jafnt morgna sem kvöld. Ég nota lyktarlaust gel (Alessandro) í stað akrýls og kostar ásetning kr. 4.500,- út apríl. Hvers vegna kemur þú ekki, ég hef ekki enn sett neglur á karlmann.“ sagði Arna er blm. kvaddi og kom strax til hugar að ræða við Fjölni Þorgeirs, margfaldan Íslandsmeistara í ókunnum, nýuppgötvuðum keppnisgreinum. Hmm. jak
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024