Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sannkallaðir stórtónleikar á Ljósanótt
Pollapönkarar koma fram á Ljósanótt. VF/mynd Eyþór Sæm
Miðvikudagur 20. ágúst 2014 kl. 14:24

Sannkallaðir stórtónleikar á Ljósanótt

Hossa Hossa stemning með AmabAdamA

Það er óhætt að segja að tónlistaratriðin á komandi Ljósanæturhátíð verði ekkert slor. Þar stíga á stokk margir af þekktustu og vinsælustu böndunum í dag en þar má nefna hlómsveitirnar Valdimar, Pollapönk og AmabAdamA sem tryllt hefur landann með laginu Hossa Hossa í sumar. Hér að neðan má sjá þá sem troða upp á hátíðarsvæðinu á laugardagskvöldinu:

Pöllapönk
Hljómsveitin Valdimar
Hjaltalín
Björgvin Halldórsson
AmabAdamA

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá sumarsmellinn Hossa Hossa hér að neðan.

Á föstudagskvöldi Ljósanætur verður bryddað upp á bryggjuballi við smábátahöfnina líkt og síðasta ár en það þótti takast sérlega vel. Kjötsúpan frá Skólamat verður á svæðinu og yljar og mettir sem endranær.

Um stemninguna sjá eftirfarandi:

Klassart
Bjartmar og bergrisarnir
Stebbi og Eyfi ásamt hljómsveit