Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandvíkin í
Fimmtudagur 17. ágúst 2006 kl. 21:48

Sandvíkin í "Letters from Iwo Jima"

Sýnishorn úr kvikmyndinni „Letters from Iwo Jima“ eftir Clint Eastwood er komið á japanska vefsíðu WarnerBros en myndin er japönsk útgáfa kvikmyndarinnar Flags of our Fathers sem tekin var upp m.a. í Sandvík á Reykjanesi og í Arnarfelli í Krísuvík á Reykjanesi.

Óhætt er að segja að svartur sandurinn í Sandvíkinni taki sig vel út í myndinni, þó svo brellumeistarar Hollywood hafi bætt inn fjalli, stríðstólum og flugvélum, svo eitthvað sé nefnt.

Víkurfréttir fengu í dag eintak af sýnishorninu, en í lélegum gæðum þó, sem nálgast má í vefsjónvarpi Víkurfrétta.

 

Slóð á myndband: http://www.vf.is/vefTV/66/default.aspx

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024