Sandra sigraði Hljóðnemann
Sandra Þorsteinsdóttir nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigraði í Hljóðnemanum, söngvakeppni skólans í gær. Alls tóku 16 nemendur þátt í keppninni og að sögn Magnúsar Kjartanssonar formanns dómnefndar var keppnin hörð. Söngvakeppnin var haldin í Stapanum og var fullt út úr dyrum og mikil stemmning í salnum. Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu spilaði undir söng á söngvakeppninni og á ballinu sem einnig var haldið í Stapa spilaði hljómsveitin Tvö dónaleg haust. Sandra mun keppa fyrir hönd Suðurnesjamann í Söngvakeppni framhaldsskólanema sem haldin verður eftir áramótin.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Sigurvegarinn Sandra Þorsteinsdóttir flutti sigurlagið í lok keppninnar.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Sigurvegarinn Sandra Þorsteinsdóttir flutti sigurlagið í lok keppninnar.