Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerðisdagar settir formlega í dag
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 28. ágúst 2013 kl. 13:02

Sandgerðisdagar settir formlega í dag

Sandgerðisdagar voru settir formlega nú áðan með grunn- og leikskólabörnum í Sandgerði. Þá hófst einnig málþing hjá Þekkingarseturs Suðurnesja um steingervinga og fræðandi ferðaþjónustu.
Síðdegis verður móttaka nýrra Sandgerðinga í Vörðunni og í kvöld er svo hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Þar koma m.a. fram Páll Óskar og Monika, Kvennakór Suðurnesja, Marína Ósk og Söngskvísur Sigurbjargar. Þá verða einnig veitt umhverfisverðlaun Sandgerðisbæjar og flutt ávarp bæjarstjóra.

Gömludansaball verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði í kvöld og þar verður einnig hnallþórukeppni.

Dagskrá Sandgerðisdaga má sjá hér!


Meðfylgjandi myndir voru teknar á Holtsgötu í Sandgerði í gærkvöldi þegar Hljómsveitin Hljóp á snærið spilaði í garði húss númer 35, hjá Skúla og Guðbjörgu. Fjölmargir lögðu leið sína í húsgarðinn og nutu hressandi tónlistarflutnings.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024