Sandgerðisdagar haldnir síðustu helgina í ágúst
Sandgerðisdagar verða haldnir í Sandgerði síðustu helgina í ágúst en um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega hátíð fyrir fjölskylduna. Hátíðin sem er haldin árlega verður með svipuðu sniði og áður en þó er ávallt verið að bæta eitthvað.Hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í bænum en þó aðallega á Vitatorgi en meðal þess sem er í boði er listasmiðja og körtur fyrir krakka.