Sandgerðisdagar hafnir
Sandgerðisdagar eru haldnir um helgina og er það í fimmta sinn sem þessi hátíð er haldin í Sandgerði. Dagskrá Sandgerðisdaga er glæsileg að venju og hófst hátíðin í gærkvöldi á Púlsinum - ævintýrahúsi þar sem m.a. Sr. Björn Sveinn Björnsson las úr ljóðaljóðum og Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg léku fyrir gesti. Í kvöld kl. 20:00 verða Sandgerðisdagar svo formlega settir í Safnaðarheimilinu þar sem m.a. verður Gospelsöngur, harmonikuleikur og kirkjukórinn mun syngja. Klukkan 21:30 verður sundlaugarpartý fyrir 7.-10. bekk í sundlaug Sandgerðis og klukkan 22:00 verður leiksýning í Púlsinum þar sem verkið Ellý alltaf góði verður sýnt, en leikritið er ekki ætlað börnum. Á veitingastöðunum í Sandgerði verður nóg að gerast, en á Mamma Mía verður Karaoke og á Vitanum leikur hljómsveitin Príma.Klukkan 10:00 á laugardeginum verða ýmsar knattþrautir á íþróttavellinum og kl. 11:00 verður boðið upp á Gókart við fiskmarkaðinn. Í Fræðasetrinu verður listsýningar og kl. 13:00 geta þeir sem vilja farið í þyrluflug sem kostar 2.500 kr. en pantanir eru teknar í síma 898-5521. Á planinu fyrir utan Púlsinn verður boðið upp á götuleikhús og listsmiðjan Ný-Vídd, Jöklaljós og Lionshúsið verða með opið hús.
Það verður margt um að vera á Vitatorgi en þar hefst dagskrá kl. 13:00. Þar verður púttvöllur, Tívolí sprell, Gókart, Spákona, Kajakar, útimarkaður og margt fleira. Sterkustu menn landsins keppa um titilinn Suðurnesjatröllið klukkan 13:30 á Vitatorgi. Klukkan 15:00 mætir Latibær á svæðið, Rut Reginalds syngur fyrir börnin, kassabílarall verður haldið og ökuleikni verður á flutningabílum. Stanslaus dagskrá er fram á kvöld þar sem meðal annars verður lyftara rallý, dorgveiðikeppni, ball á Vitatorgi, harmonikkuleikur, varðeldur og klukkan 22:45 verður glæsileg flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Um kvöldið verða dansleikir á Vitanum og Mamma Mía. Fótboltaáhugamenn eru hvattir til að kynna sér dagskrána því boðið verður upp á beinar útsendingar í Sandgerði. Á meðan Sandgerðisdögum stendur verður frítt í sund og tjaldsvæði verða frí.
Brynhildur Kristjánsdóttir formaður ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar segir að undirbúningur undir hátíðina hafi gengið mjög vel og segir hún að allir séu boðnir og búnir til að taka þátt. "Eins og sést á dagskránni þá er hún mjög vegleg og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það verður stanslaus dagskrá frá fimmtudegi og fram á sunnudag og við búumst við fjölda fólks. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrirtækjum, einstaklingum og Sandgerðisbæ fyrir frábært samstarf við undirbúning Sandgerðisdaga."
Það verður margt um að vera á Vitatorgi en þar hefst dagskrá kl. 13:00. Þar verður púttvöllur, Tívolí sprell, Gókart, Spákona, Kajakar, útimarkaður og margt fleira. Sterkustu menn landsins keppa um titilinn Suðurnesjatröllið klukkan 13:30 á Vitatorgi. Klukkan 15:00 mætir Latibær á svæðið, Rut Reginalds syngur fyrir börnin, kassabílarall verður haldið og ökuleikni verður á flutningabílum. Stanslaus dagskrá er fram á kvöld þar sem meðal annars verður lyftara rallý, dorgveiðikeppni, ball á Vitatorgi, harmonikkuleikur, varðeldur og klukkan 22:45 verður glæsileg flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Um kvöldið verða dansleikir á Vitanum og Mamma Mía. Fótboltaáhugamenn eru hvattir til að kynna sér dagskrána því boðið verður upp á beinar útsendingar í Sandgerði. Á meðan Sandgerðisdögum stendur verður frítt í sund og tjaldsvæði verða frí.
Brynhildur Kristjánsdóttir formaður ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar segir að undirbúningur undir hátíðina hafi gengið mjög vel og segir hún að allir séu boðnir og búnir til að taka þátt. "Eins og sést á dagskránni þá er hún mjög vegleg og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það verður stanslaus dagskrá frá fimmtudegi og fram á sunnudag og við búumst við fjölda fólks. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrirtækjum, einstaklingum og Sandgerðisbæ fyrir frábært samstarf við undirbúning Sandgerðisdaga."