Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerðisdagar gangsettir í gær
Laugardagur 6. ágúst 2005 kl. 12:32

Sandgerðisdagar gangsettir í gær

Sandgerðisdagar voru settir í gærkvöldi með glæsibrag í Samkomuhúsi bæjarins. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar, setti Sandgerðisdaga og Jóhannes Kristjánsson var veislustjóri, hann stóð sig að vanda með prýði og kitlaði hláturtaugarnar hjá gestum.

Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson tóku lagið með miklum tilþrifum og Brynja Dögg Jónsdóttir lék nokkur lög á þverflautu. South River Band spilaði nokkur vel valin lög en á meðan setningarathöfnin stóð sem hæst busluðu krakkarnir í sundlauginni þar sem fjörugt sundlaugarpartý var haldið fyrir krakka í 7.-10. bekk.

Sú skemmtilega uppákoma átti sér stað í gær að söngvarinn Raggi Bjarna fann nafna sinn, Ástvald Ragnar Bjarnason, í salnum og gladdi hann með því að gefa honum áritað eintak af nýju geislaplötunni sinni. Var sá síðarnefndi í skýjunum yfir þessum glaðningi og brosti sínu breiðasta.

Þétt dagskrá Sandgerðisdag heldur svo áfram í dag og þar má m.a. nefna að söngsveitin Nylon tekur nokkur lög kl. 13:40. Hægt er að skoða dagskrána með því að smella hér.

VF-myndir/ Jón Björn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024