Sandgerðisdagar formlega settir
Í kvöld voru Sandgerðisdagar formlega settir, en Sigurður Valur Ásbjarnarsson bæjarstjóri setti hátíðina í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dagskrá, Helgi Maronsson söng einsöng, söngsveitin Víkingarnir tóku nokkur lög, Gospelkór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur söng við góðan undirleik og Sigurður Jónsson spilaði á harmonikku. Fullt var út úr dyrum í Safnaðarheimilinu í kvöld og voru undirtektir mjög góðar. Á morgun verður svo glæsileg dagskrá á Sandgerðisdögum og samkvæmt veðurspánni er gert ráð fyrir hæglætisveðri á morgun. Dagskrá Sandgerðisdaga má sjá hér.VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Margrét Pálmadóttir tók vel undir með Gospelsönghópnum í Sandgerði í kvöld.