Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Sandgerðisbær veitti Reyni Sveinssyni viðurkenningu
Reynir tekur við viðurkenningunni frá Sigrúnu bæjarstjóra í Sandgerði. Mynd af vefnum sandgerdi.is
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 13:20

Sandgerðisbær veitti Reyni Sveinssyni viðurkenningu

- Fyrir framlag til atvinnu-, ferða- og menningarmála

Reyni Sveinsyni var veitt sérstök viðurkenning fyrir framlag sitt til atvinnu-, ferða- og menningarmála í Sandgerði við hátíðlega athöfn í Safnaðarheimilinu þar í bæ í gær. Reyni þarf vart að kynna fyrir þeim sem til Sandgerðis þekkja því svo nátengt er nafn hans Sandgerði í hugum fólks. Við athöfnina voru Reyni afhent blóm og viðurkenningarskjal og færðar sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til samfélagsins.

Viðurkenninguna veitti Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri fyrir hönd atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar. Af því tilefni sagði hún að Reynir væri kvikur og ötull frumkvöðull sem aldrei hafi legið á liði sínu við að bæta og efla hag samfélagsins. „Hann hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið, látið að sér kveða og verið virkur í félagasamtökum í bænum, verið formaður sóknarnefndar um árabil og átt frumkvæði að nýjungum í ferða- og menningarmálum. Hann hefur byggt upp dýrmætar heimildir um sögu og þróun samfélagsins með miklum fjölda ljósmynda sem hann hefur tekið á liðnum árum og áratugum.“ Þá sagði Sigrún ómetanlegt fyrir hvert samfélag að eiga einstaklinga eins og Reyni sem haft hefur mikil og jákvæð áhrif á samfélag sitt og verið einn helsti kynningarfulltrúi þess. 

Public deli
Public deli